Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almennur samningur um tolla og viðskipti - 660 svör fundust
Niðurstöður

Hversu margar blaðsíður er aðildarsamningur að ESB að öllu meðtöldu?

Aðildarsamningar að Evrópusambandinu eru ekki föst stærð. Þeir eru ólíkir bæði að efni og umfangi. Frá stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins, hafa verið gerðir sjö samningar um aðild nýrra ríkja. Á sama tíma hefur aðildarríkjunum fjölgað um 22, úr sex í 28. Þetta skýrist af því að sambandið h...

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Fríverslunarsvæði

(free trade area) er fyrsta eða annað stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess þegar tvö eða fleiri ríki sammælast um að afnema tolla og kvóta á innfluttum vörum sín á milli. Sérhver aðili að samkomulagi um fríverslunarsvæði ákveður þó sjálfur hversu háa tolla hann leggur á innflut...

Njóta fátækustu ríki heims sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið já, fátækustu ríki heims njóta sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu. Allt frá árinu 1971 hefur Evrópusambandið veitt þróunarríkjum aukinn markaðsaðgang að sambandinu, meðal annars með því að veita þeim tollfríðindi við innflutning á vörum á grundvelli almenns tollaívilnanakerfis (e. ...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Hefur ESB aðild áhrif á skatta?

Aðildarríki Evrópusambandsins fara sjálf með valdheimildir í eigin skattamálum enda er ákvörðun skatta mikilvægur hluti af fjárstjórnar- og fjárlagavaldi ríkja, sem algengt er að bundið sé í stjórnarskrá þeirra. ESB-ríkin hafa því til þessa fremur litið svo á að skattamál skuli vera á hendi löggjafans, það er þjóð...

Hvernig hefur íslenskur landbúnaður þróast á síðustu áratugum í samanburði við landbúnað í ESB?

Þróun landbúnaðar í ESB má lýsa í símskeytastíl sem hér segir: Mikil framleiðsluaukning eftir 1945 – verðlækkun – niðurgreiðslur – beingreiðslur til bænda – offramleiðsla – kvóti – stækkun og fækkun búa – sívaxandi útgjöld til kerfisins – styrkir til stórbænda – síðar dregið úr þeim – vitund um ómarkvisst og óskil...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Samevrópska flugsvæðið

Samevrópska flugsvæðið (e. European Common Aviation Area, ECAA) er fjölhliða samningur milli Evrópusambandsins, EES-ríkjanna og fimm ríkja á Balkanskaganum (Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Kósóvó). Tilgangurinn með samningnum er að koma á sameiginlegu flugsvæði sem grundvalla...

Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheeri...

Hvað er undanskilið í EES-samningnum?

Þegar spurt er hvað sé undanskilið í EES-samningnum er átt við hvaða sameiginlegu stefnur og málaflokkar sem aðildarríki Evrópusambandsins vinna saman að, á grundvelli ESB-sáttmálanna, falli utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið fengu EFTA/EES-...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Leita aftur: